Tökur á Ófærð 3 að hefjast á Siglufirði

Tökur á þriðju seríunni af Ófærð hefjast á Siglufirði á …
Tökur á þriðju seríunni af Ófærð hefjast á Siglufirði á næstu dögum. ljósmynd/Lilja Jóns

Áætlað er að tökur á þriðju seríu af Ófærð hefjist á Siglufirði í september að því er fram kemur í tilkynningu á vefnum Trölli.is.

Sjónvarpsþættirnir Ófærð hafa notið mikilla vinsælda á síðustu árum bæði hér heima og erlendis. Þættirnir fjalla um lögreglumanninn Andra Ólafsson sem leikarinn Ólafur Darri Ólafsson túlkar.

Á bilinu 60 til 80 manns munu koma til Siglufjarðar í tengslum við tökurnar sem áætlað er að ljúki í kringum 9. október. Hópurinn mun dvelja í húsum víðsvegar um bæinn og einnig á hótelum að því er fram kemur á vef Trölla.

Tökur munu að hluta til fara fram í Sundlaug Siglufjarðar og verður laugin lokuð á meðan. Líkamsrækt og íþróttahús verða opið á meðan en tökur eru fyrirhugaðar í sundlauginni 24. september næstkomandi.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.