Pissaði á Grammy-verðlaunin

Kanye West.
Kanye West. AFP

Tónlistarmaðurinn Kanye West birti myndband af sér á Twitter í gær þar sem hann pissar á Grammy-verðlaun. West hefur birt fjölda færslna á Twitter síðastliðna sólarhringa og í gær birti hann einnig símanúmerið hjá Randall Lane, ritstjóra Forbes, og var settur í bann á samfélagsmiðlinum. 

Færslunni með símanúmeri Lane var eytt út í gær en myndbandið af Grammy-verðlaununum er enn inni. 

Óljóst er hvort þetta voru hans eigin Grammy-verðlaun en hann hefur unnið 21 Grammy-verðlaun svo hann hefur nægu að taka af. Hann vann síðast Grammy-verðlaun árið 2013.

Bandaríska tónlistarkonan Diane Warren var ekki hrifin af gjörningi West og skammaði hann fyrir að pissa á verðlaunin. „Hversu ógeðslegt og hversu mikið óvirðing. Þú fékkst þessi verðlaun frá jafningjum þínum fyrir vinnuna þína og þú ert bókstaflega að pissa á þau. Ég hef unnið Grammy-verðlaun einu sinni og ég verð ævinlega þakklát fyrir að jafningjar mínir töldu mig þess verðug,“ skrifaði Warren.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu fyrst og fremst sannur í samskiptum þínum við aðra og gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu fyrst og fremst sannur í samskiptum þínum við aðra og gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér.