Andrés prins sagður kynlífsfíkill

Fortíðin eltir Andrés prins.
Fortíðin eltir Andrés prins. AFP

Einkalíf Andrésar prins er meðal efnis í nýrri bók Ian Halperin um kynlíf, lygar og óhreina peninga ríka og fræga fólksins. Í bókinni er því meðal annars haldið fram að Andrés prins sé kynlífsfíkill. Í fyrra komst Andrés í klandur fyrir vinskap sinn við barnaníðinginn Jeffrey Epstein með þeim afleiðingum að hann sagði sig frá konunglegum skyldum sínum. 

Flestar konurnar sem Halperin talaði við sögðu Andrés prins mikinn herramann og gáfu samþykki fyrir kynlífinu að því fram kemur í umfjöllun um bókina á vef Page Six. Virgina Roberts, fórnarlamb Epstein, hefur þó ekki sömu sögu að segja um samskipti sín við Andrés.

„Ein kona sagði hann djarfan elskhuga. Það vöru engin takmörk fyrir því hvar hann færi upp í rúm,“ sagði Halperin. „Andrés tryllti mig í svefnherberginu,“ sagði kona sem varð fyrir vonbrigðum þegar Andrés hafði ekki samband við hana aftur. 

Fyrrverandi ástkona Andrésar segir í bókinni að Andrés hafi verið kynlífsfíkill og ástæðuna megi rekja til þess að hann var alltaf í öðru sæti á eftir bróður sínum Karli Bretaprins. Andrés á að hafa borið sig og Karl saman við Vilhjálm og Harry. Vilhjálmur er kóngaefni eins og Karl faðir sinn en Andrés og Harry óþekku strákarnir. Andrés fékk enga athygli og lifði hann þess vegna eins og hann gerði. „Honum leið eins og hann væri sérstakur þegar hann fór í rúmið með þessum fallegu konum,“ sagði höfundur bókarinnar. 

Samband Andrésar prins við auðkýf­inginn og barn­aníðinginn Epstein er meðal annars til umfjöllunar. Andrés hefur haldið því fram að vinskapur þeirra hafi aðeins verið í tengslum við viðskipti. Höfundurinn heldur því þó fram að Epstein hafi fundið stúlkur fyrir Andrés. „Hann var með blæti fyrir rauðhærðum og Epstein var með útsendara sem kembdi göturnar í leit að fallegustu rauðhærðu konunum áður en þeir hittust.“

Halperin heldur því fram að Andrés hafi verið hræddur við Epstein árið 2011 þar sem Epstein safnaði saman upplýsingum um fólk til þess að nota gegn þeim. 

Halperin er þekktur fyrir skrif sín og var til að mynda töluvert á síðum blaðanna þegar hann gaf út ósamþykkta bók um tónlistarmanninn Michael Jackson. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson