Sér ekki eftir orðunum um Parker

Kim Cattrall.
Kim Cattrall. mbl.is/BANG ShowBiz

Leikkonan Kim Cattrall virðist ekki hafa áhuga á að laga samband sitt við fyrrverandi mótleikkonu sína Söruh Jessicu Parker. Cattrall og Parker léku saman í þáttunum Sex and the City á árunum 1998 til 2004. 

Í viðtali við Los Angeles Times sagði Cattrall að hún sæi ekki eftir neinu sem hún hefur sagt um Parker. „Allt er á Google. Þannig ég hvet ykkur til að gúggla allt það sem ég hef sagt. Mér líður þannig að þetta hafi verið í anda þess tíma. Og þegar ég lít að það sem er í gangi í kring um mig, þá sé ég ekki eftir neinu,“ sagði Cattrall. 

Cattrall viðraði fyrst óánægju sína með mótleikkonu sína í viðtali árið 2017 þegar hún deildi því að leikkonunar í Sex and the City væru ekki jafn nánar og þær virðast á skjánum. 

„Við höfum aldrei verið vinkonur. Við höfum verið samstarfskonur og að hluta til hefur það verið mjög heilbrigt,“ sagði hún í viðtali við Piers Morgan. 

Parker hefur einnig tjáð sig um Cattrall opinberlega og sagt að hún hefði getað verið vinsamlegri. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir þurft að sitja undir harðri gagnrýni í dag. Leitaðu leiða til að stuðla að því að allir fái jafnt af kökunni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir þurft að sitja undir harðri gagnrýni í dag. Leitaðu leiða til að stuðla að því að allir fái jafnt af kökunni.