„Hausinn fer með mann á dimman stað“

Phillip Schofield.
Phillip Schofield. Af vef Phillip Schofield

Breski þáttastjórnandinn Phillip Schofield segist hafa átt í baráttu við geðheilsu sína eftir að hafa komið út úr skápnum fyrr á árinu. Schofield þakkar eiginkonu sinni til 27 ára og dætrum sínum Molly og Ruby fyrir að hafa staðið þétt við hlið sér á þessum erfiðu tímum og viðurkennir að hafa þurft á mikilli hjálp að halda.

„Það er sérstakt þegar maður heldur að maður sé með allt á hreinu þá fer hausinn allt í einu með mann á dimman stað,“ segir Schofield í þætti sínum This Morning þegar talið barst að geðheilsu karla.

„Ég átta mig á að ekki eru allir jafnheppnir með bakland og ég. Það er mikilvægt að hafa einhvern sem hlustar á mann. Ég er ekki lærður í faginu en ég hef farið á dimma staði í hausnum mínum. Þegar dregur fyrir sólu þá virðist allt vonlaust. En ef maður er þolinmóður, bíður og þraukar, þá birtir upp um síðir. Ekki ana að neinu, ekki dæma líf þitt því þú veist aldrei hvert það gæti leitt þig,“ segir Schofield.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes