Elba og Baltasar leiða saman hesta sína

Idris Elba fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Beast undir leikstjórn …
Idris Elba fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Beast undir leikstjórn Baltasars Kormáks. AFP

Idris Elba mun fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni Beast, í leikstjórn Baltasar Kormáks og framleiðslu Universal Pictures. Um er að ræða hrollvekju sem byggð er á hugverki Jaime Primak Sullivan.

Idris Elba hefur komið víða við og brá sér meðal annars í hlutverk Nelsons Mandela í heimildamyndinni Mandela: Long Walk to Freedom. Hann hefur einu sinni unnið til Golden Globe verðlauna, fjórum sinnum verið tilnefndur til þeirra og fimm sinnum tilnefndur til Emmy verðlauna.

Handritshöfundur kvikmyndarinnar er Ryan Engle sem er hvað þekktastur fyrir kvikmyndina Rampage þar sem Dwayne Johnson fór með aðalhlutverk.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirmaður þinn mun hugsanlega færa þér óvænt tíðindi í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að leita aðstoðar annarra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirmaður þinn mun hugsanlega færa þér óvænt tíðindi í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að leita aðstoðar annarra.