Helen Reddy látin

Helen Reddy er látin 78 ára að aldri.
Helen Reddy er látin 78 ára að aldri. AFP

Ástralska tónlistarkonan Helen Reddy er látin 78 ára að aldri. Reddy var mikill femínisti og er meðal annars konan á bakvið lagið I Am Woman. 

Reddy lést í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær, þriðjudag, að því er fram kemur í dánartilkynningu frá fjölskyldu hennar á Facebook. Börn hennar, Traci Donat og Jordan Sommers lýstu henni sem yndislegri móður, langömmu og sannarlega sterkri konu.

Reddy var greind með Addison sjúkdóminn og greindist með elliglöp árið 2015. Hún eyddi síðustu árum ævi sinnar á dvalarheimili fyrir stórstjörnur í Los Angeles. 

Nokkur lög hennar á 8. áratug síðustu aldar slóu í gegn en best var hún þó þekkt fyrir lagið I Am Woman sem varð að baráttulagi kvenréttindafólks. Lagið seldist í milljónum eintaka um heim allan og var Reddy tekjuhæsta söngkonan í tvö ár í röð. 

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson