Erfitt að fara í hlutverk Díönu prinsessu

Leikkonan Emma Corrin mun leika Díönu prinsessu.
Leikkonan Emma Corrin mun leika Díönu prinsessu. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Emma Corrin segist hafa fundið fyrir mikilli pressu við gerð fjórðu seríu af The Crown. Hún fer með hlutverk Díönu prinsessu í þáttunum. 

Í viðtali við The Sunday Times segir Corrin að öllum finnist þeir eiga hluta af prinsessunni. Hún segist vilja vera Díönu til sóma og bætir við að hún viti að það sé skrítið og hallærislegt en sér liði eins og hún hafi þekkt Díönu. 

Í fjórðu seríu af The Crown verður meðal annars fjallað um átröskun sem Díana glímdi við. „Ég gat byggt á minni eigin reynslu, ekki að ég hafi upplifað sjálfskaðandi hegðun, en geðræn vandamál almennt, þau geta leitt þig niður í dimman dal þegar þú ert að reyna að halda þér á floti, þegar þér líður eins og þú hafir enga stjórn,“ sagði Corrin. 

„Díana fékk ekki ástina, umhyggjuna og athyglina sem hún þurfti frá manninum sem hún elskaði, né frá fjölskyldunni, sem lét ekki eins og hún væri fjölskyldan hennar. Hún byrgði inni tilfinningar sem hún gat ekki tekist á við og gerði sjálfa sig veika svo hún næði stjórninni aftur,“ sagði Corrin.

Emma Corrin í hlutverk Díönu prinsessu í fjórðu seríu af …
Emma Corrin í hlutverk Díönu prinsessu í fjórðu seríu af The Crown. Ljósmynd/Netflix
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson