„Fólk spurði hvort ég væri veikur“

Phillip Schofield
Phillip Schofield Skjáskot/Instagram

Breski þáttastjórnandinn Phillip Schofield segist hafa lést mikið við álagið sem fylgdi því að koma út úr skápnum fyrr á árinu. Hann var aðeins 57 kg þegar verst lét. Þetta kemur fram í nýútkominni ævisögu hans Life's What You Make It.

„Fyrir nokkrum árum vorum við Steph í fríi í Hamptons. Einhver tók mynd af okkur og ég man hvað mér brá við það að sjá hversu búttaður mér fannst ég vera. Ég var líklegast í kringum 80 kg. Ég fór því á 5:2-matarræðið og það virkaði. Ég varð 70 kg og sjónvarpsstöðin spurði hvort allt væri í lagi með mig. Ég ákvað því að ganga ekki lengra. Maginn minnkaði og matarlystin einnig. Svo kom þar að ég gat ekki borðað neitt. Kílóin hrundu af mér og fólk var farið að taka eftir því. Allir voru að segja mér að hætta í megruninni. Ég liti út fyrir að vera veikur. Ég hugsaði hvort það að koma út úr skápnum myndi bjarga mér. Myndi það laga hausinn á mér? Ég var efins. Kannski myndi öll athyglin sem því fylgdi gera hlutina verri.“

Schofield segist ekki hafa vitað að hann væri samkynhneigður þegar hann giftist Steph. 

„Þetta var erfiður tími. Ég hugsaði um hvaða fórnir ég væri að færa ef ég kæmi út úr skápnum og þá leið mér enn verr. Ég ræddi málin við Steph og hún sagðist alltaf myndu elska mig og dætur okkar líka, skilyrðislaust. Ég vissi að ég varð að vera heiðarlegur við alla til þess að geta horfst í augu við sjálfan mig. Ég varð að koma út úr skápnum, sama hvað.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í starfi. Verkefni sem krefjast einbeitingar og úthalds liggja vel fyrir þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í starfi. Verkefni sem krefjast einbeitingar og úthalds liggja vel fyrir þér.