„Verðum við ekki bara að fara vinna?“

Daði Freyr og Gagnamagnið munu taka þátt í Eurovision 2021 …
Daði Freyr og Gagnamagnið munu taka þátt í Eurovision 2021 fyrir Íslands hönd. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Daði er svo sannarlega vel að þessu kominn og á þetta svo sannarlega skilið,“ segir Flosi Jón Ófeigsson, formaður Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES, um þær fréttir að Daði Freyr muni keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2021.

Rúv tilkynnti nú í morgun að gerður hafi verið samningur um að Daði myndi taka þátt í Rotterdam 2021, en hann sigraði Söngvakeppnina hér heima á þessu ári og hefði keppt fyrir Íslands hönd í Eurovison ef keppnin hefði ekki verið blásin af. 

„Ég get ekki annað sagt en að maður sé bara ánægður,“ sagði Flosi. Nú þegar ljóst er að Daði muni keppa í Rotterdam á næsta ári er sömuleiðis ljóst að ekki þarf að halda Söngvakeppnina hér heima. 

„Þetta eru blendnar tilfinningar, þetta er náttúrulega okkar stærsti viðburður. Það verður leiðinlegt að hafa ekki þessa stemningu sem myndast í kring um það,“ segir Flosi aðspurður að því hvort það sé ekki leiðinlegt að keppnin verði ekki haldin hér heima. 

Flosi Jón Ófeigsson er formaður FÁSES.
Flosi Jón Ófeigsson er formaður FÁSES. Eggert Jóhannesson

Hann segir að nú verði kannski meiri pressa á Daða og Gagnamagninu og núna verði þau að gera jafn vel eða betur. „Verðum við ekki bara að fara vinna þetta?,“ spyr Flosi og hlær.

„Þau eru öll sem eitt svo miklar gleðisprengjur og það mun koma sér vel að hafa karaktera eins og þau næstu mánuði. Ég veit að þau munu gera þetta með prýði og gera okkur stolt,“ segir Flosi og bætir við að Daði og Gagnamagnið hafi komið honum í gegnum fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. 

Hann, og eflaust fleiri, Eurovision-aðdáendur krossa nú fingur og vona að faraldurinn verði genginn niður í vor þegar keppnin á að fara fram í Rotterdam. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Sambönd sem ganga vel og ánægjulega með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Sambönd sem ganga vel og ánægjulega með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur.