Á enn erfitt með að ganga

Joni Mitchell á enn erfitt með að ganga.
Joni Mitchell á enn erfitt með að ganga. AFP

Tónlistarkonan Joni Mitchell á enn erfitt með að ganga eftir að hún fékk slagæðagúlp í heila árið 2015. Mitchell fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í mars það ár og var flutt á sjúkrahús. 

Í nýju viðtali við The Guardian segir Mitchell að hún eigi enn langt í land í endurhæfingunni og eigi erfitt með að ganga. „Ég er ekki búin að vera að semja. Ég hef ekki spilað á gítarinn eða píanóið eða á neitt. Nei ég er bara að einbeita mér að því að endurheimta heilsuna,“ sagði hin 76 ára gamla tónlistarkona í viðtalinu. 

Hún líkti núverandi ástandi sínu við það þegar hún fékk lömunarveiki sem barn. „Veistu hvað? Ég náði mér eftir lömunarveikina, og hér er ég aftur, að reyna að ná heilsu,“ sagði Mitchell. 

Hún segir slagæðagúlpinn hafa tekið meira frá sér en lömunarveikin gerði. „Aftur gat ég ekki gengið. Ég þurfti að læra að ganga aftur. Ég gat ekki talað,“ sagði Mitchell. 

Hún segir að hún hafi getað talað frekar fljótt eftir slagæðagúlpinn en það sé mun erfiðara að læra að ganga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson