Afmælisgjöf Kanyes til Kim vekur athygli

Kim Kardashian og Kanye West
Kim Kardashian og Kanye West AFP

Kanye West gaf eiginkonu sinni Kim Kardashian West óvenjulega afmælisgjöf en hún fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum. Um var að ræða heilmynd af látnum föður hennar Robert Kardashian en hann lést úr krabbameini árið 2003. 

Kim Kardashian segir að þetta hafi verið ein sú hugulsamasta gjöf sem hún hafi fengið. 

„Í afmælisgjöf gaf Kanye mér eina hugulsömustu gjöf lífs míns. Óvænta uppákomu frá himninum. Heilmynd (e. hologram) af föður mínum. Hún er svo raunveruleg og við horfðum á hana aftur og aftur, uppfull af tárum og tilfinningum. Ég get ekki lýst því hvaða merkingu þetta hafði fyrir mig, systkin mín, móður og nána vini að upplifa þetta saman. Takk Kanye fyrir þessa minningu sem mun vara að eilífu,“ sagði Kim Kardashian í færslu sinni á Instagram.

Í myndskeiðinu óskar faðir Kardashian henni innilega til hamingju með afmælið og segist vera stoltur af henni. Athygli vekur þó að West lét föður hennar segja í myndskeiðinu að hún hafi gifst einstökum snillingi, Kanye West („the most, most, most, most genious man“). Þótti mörgum það aðeins of mikið af hinu góða.mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.