Helgi Björns snýr aftur í beinni útsendingu

Helgi Björns í góðum fíling.
Helgi Björns í góðum fíling. Ljósmynd/Mummi Lú

Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna ætla að skemmta þjóðinni í kvöld með tónleikum úr hlöðunni sinni og í þetta sinn verða þeir í beinni útsendingu en í síðustu viku var þátturinn með breyttu sniði.

Ástæðan fyrir því er að smit kom upp hjá einum gesti þáttarins. Eftir sóttkví og tvær mælingar hefur það komið í ljós að gesturinn hafði ekki verið smitaður, að því er kemur fram í tilkynningu.

Í kvöld eru engu að síður aðrir gestir en koma áttu fram um síðustu helgi. Hverjir það eru kemur í ljós kvöld en Helgi hefur alltaf haldið því leyndu hverjir mæta í hlöðuna. Landsmenn geta alla vega skemmt sér heima sem fyrr á kvöldvöku Sjónvarps Símans, mbl.is og K100.

Mjög strangar smitvarnir

„Það hafa verið mjög strangar innanhúss-smitvarnir í gangi alla þáttaröðina í haust,“ segir Pálmi Guðmundsson hjá Sjónvarpi Símans, í tilkynningunni. „Hjúkrunarfræðingur mælir hita allra starfsmanna og listamanna fyrir allar æfingar og útsendingu. Engin hefur ennþá mælst með hita við mætingu. Þannig vorum við vongóð um það allan tímann að ekki hefði borist smit inn á æfinguna.”

Nú hefur útsendingasvæðinu verið skipt upp í tvö svæði. Í norðvestur hlöðunni eru þeir sem koma fram í þættinum eða þeir sem eru fyrir framan myndavélina. Þeir nýta aðra aðstöðu en þeir sem eru svo í suðvestur hlöðunni en þar eru þeir sem vinna við sjálfa útsendinguna. Þannig eru allar reglur og tilmæli virt til hins ýtrasta áfram.

„Þetta eru bara viðfangsefni sem við tökumst á við og við bárum útfærsluna okkar á þessu undir Víði í gær og fengum fyrirkomulagið samþykkt,“ bætir  Pálmi við.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og verður steymt hér að neðan, á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson