Anderson lifandi eftirmynd járnfrúarinnar

Margaret Thatcher og Gillian Anderson í hlutverki Thatcher í The …
Margaret Thatcher og Gillian Anderson í hlutverki Thatcher í The Crown. Samsett mynd

Leikkonan Gillian Anderson fer með stórleik í fjórðu seríu af The Crown þar sem hún túlkar forsætisráðherrann Margaret Thatcher. Ótrúleg líkindi eru með Anderson og Thatcher og hafa margir lofað hversu vel Anderson tókst til. Leikkonan Olivia Colman sagði að það hafi verið eins og Thatcher væri raunverulega á staðnum. 

Colman fer með hlutverk Elísabetar II Englandsdrottningar í þáttunum. „Að sitja á móti henni, sérstaklega með ljósið á bakvið hana aðeins, það var eins og hún væri þarna,“ sagði Colman í viðtali við AP fréttastofuna. 

„Þetta var eins og að hafa draug í kring um okkuar,“ sagði Helena Bonham Carter, sem fer með hlutverk Margétar prinsessu í þáttunum. 

Gillian Anderson stúderaði Thatcher vel.
Gillian Anderson stúderaði Thatcher vel. Skjáskot/Netflix

Anderson lagði mikið á sig fyrir hlutverkið og skoðaði bæði hvernig Thatcher beitti rödd sinni og líkama sínum. 

Í viðtali við Jimmy Kimmel í síðustu viku sagðist Kimmel vera svo hrifinn af henni í hlutverkinu að hann vildi gefa henni Emmy-verðlaun strax.

Fleiri en Anderson hafa túlkað Thatcher í gegnum árin en Meryl Streep sló eftirminnilega gegn í hlutverki hennar í kvikmyndinni Járnfrúin sem kom út árið 2011.

Margaret Thatcher og Meryl Streep í hlutverki Thatcher.
Margaret Thatcher og Meryl Streep í hlutverki Thatcher. mbl.is/reuters
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.