Sér eftir framhjáhaldinu

Ozzy og Sharon Osbourne í byrjun árs árið 2020.
Ozzy og Sharon Osbourne í byrjun árs árið 2020. AFP

Árið 2020 hefur verið erfitt fyrir eilífðarrokkarann Ozzy Osbourne. Hann hefur glímt við veikindi auk þess sem heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á hann. Hann hefur nýtt tímann í ár til að horfa inn á við, hugsað um æskuna og hið góða líf sem hann hefur átt að því er fram kemur í viðtali við GQ. 

Osbourne verður 72 ára í vikunni. „Þegar þú verður sjötugur opnast flóðgáttirnar og allt fer niður á við,“ sagði tónlistarmaðurinn en minnti þó á að hann komst upp með margt lengi. 

„Ég hef gert ansi margt hrikalegt í lífi mínu. Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá eiginkonu minni. Ég er hættur því. Ég fékk að finna fyrir því og heppinn að hún fór ekki frá mér. Ég er ekki stoltur af því. Ég varð pirraður út í sjálfan mig en ég braut hjarta hennar.“

Ozzy og Sharon Osbourne gengu í hjónaband árið 1982. Þau hættu saman í stuttan tíma fyrir nokkrum árum en árið 2016 komst framhjáhald rokkarans í fréttir. Saman eiga Osbourne-hjónin þrjú börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes