Karl og Kamilla léttu andann með leikhúsferð

Karl Bretaprins og Kamilla hertogaynja í leikhúsinu.
Karl Bretaprins og Kamilla hertogaynja í leikhúsinu. AFP

Karl Bretaprins og Kamilla hertogaynja af Cornwall sitja ekki heima að lesa fréttir um sig í fjölmiðlum þessa dagana. Hjónin skelltu sér í leikhús í vikunni en leikhús í London á Bretlandi eru smátt og smátt farin að opna dyr sínar með takmörkunum. 

Karl og Kamilla hafa verið á milli tanna fólks síðustu vikurnar eftir að fjórða sería af The Crown fór í loftið. Í þáttunum var fjallað um samband þeirra á meðan Karl var giftur Díönu prinsessu. Þau hafa fengið sinn skerf af ljótum athugasemdum á samfélagsmiðlum, svo margar að þau lokuðu fyrir athugasemdir á twitterreikningi sínum. 

Hjónin fóru á æfingu á sýningunni Half Breed þar sem leikkonan Natasha Marshall flutti sinn hluta af sýningunni. Karl var hæstánægður með æfinguna og sagðist verða að mæta á sýninguna þegar hún yrði sýnd.

Hjónin fóru á æfingu á leikritinu Half Breed.
Hjónin fóru á æfingu á leikritinu Half Breed. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Varastu að taka allt trúanlegt sem þér er sagt um aðra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Varastu að taka allt trúanlegt sem þér er sagt um aðra.