Karl og Kamilla léttu andann með leikhúsferð

Karl Bretaprins og Kamilla hertogaynja í leikhúsinu.
Karl Bretaprins og Kamilla hertogaynja í leikhúsinu. AFP

Karl Bretaprins og Kamilla hertogaynja af Cornwall sitja ekki heima að lesa fréttir um sig í fjölmiðlum þessa dagana. Hjónin skelltu sér í leikhús í vikunni en leikhús í London á Bretlandi eru smátt og smátt farin að opna dyr sínar með takmörkunum. 

Karl og Kamilla hafa verið á milli tanna fólks síðustu vikurnar eftir að fjórða sería af The Crown fór í loftið. Í þáttunum var fjallað um samband þeirra á meðan Karl var giftur Díönu prinsessu. Þau hafa fengið sinn skerf af ljótum athugasemdum á samfélagsmiðlum, svo margar að þau lokuðu fyrir athugasemdir á twitterreikningi sínum. 

Hjónin fóru á æfingu á sýningunni Half Breed þar sem leikkonan Natasha Marshall flutti sinn hluta af sýningunni. Karl var hæstánægður með æfinguna og sagðist verða að mæta á sýninguna þegar hún yrði sýnd.

Hjónin fóru á æfingu á leikritinu Half Breed.
Hjónin fóru á æfingu á leikritinu Half Breed. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes