Opinberaði hjákonu fyrrverandi

Erika Jayne og Tom Girardi.
Erika Jayne og Tom Girardi. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Erika Jayne sveifst einskis þegar hún opinberaði konuna sem fyrrverandi eiginmaður hennar, lögmaðurinn Tom Girardi, hafði haldið við á meðan þau voru gift. Jayne birti nafn hennar og skilaboð á milli hennar og Girardis á instagramsíðu sinni. Jayne og Girardi standa nú í skilnaði og er óhætt að segja deilurnar farnar að harðna. 

Jayne eyddi út færslunni á Instagram skömmu seinna en skjáskot náðust af henni. „Þetta er Tricia A. Bigelow dómari. Hún svaf hjá eiginmanni mínum og hann greiddi reikninginn hennar í Saks og fyrir lýtaaðgerðirnar hennar,“ skrifaði Jayne.

Jayne sótti um skilnaðinn og hefur seinna komið í ljós að ástæðan er grunur hennar um framhjáhald. Margt í málinu virðist þó loðið því hafa þau einnig verið sökuð um að skilja til að hylma yfir peningasvindl af hálfu Girardis.

Girardi er sakaður um að hafa dregið sér tryggingarfé fjölskyldna fórnarlamba flugslyss Lion Air árið 2018. Eignir Girardis hafa verið frystar á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Girardi hefur neitað þeim ásökunum og segist ekki eiga peninginn sem um ræðir.

Nokkrum vikum eftir að Jayne sótti um skilnaðinn fór hún fram á að Girardi greiddi sér framfærslufé en lögmenn neituðu kröfu hennar. 

Þá hafa meðeigendur Girardis á lögmannsstofu hans kært hann og gert kröfu upp á 315 þúsund bandaríkjadali vegna vangoldinna launa. Bankinn Wells Fargo hefur einnig kært Girardi og krefst greiðslna vegna ógreiddra reikninga og skatta. Samkvæmt gögnum í málinu gerir bankinn kröfu upp á 882 þúsund bandaríkjadali.

Samkvæmt heimildum Us Weekly komu kærurnar og peningakröfurnar Jayne í opna skjöldu. „Erika hafði ekki hugmynd um þessar alvarlegu ásakanir sem gerðar voru á hendur Tom í dómssalnum. Tom sá alltaf um peningana og þannig var þeirra skipulag. Þetta hefur komið henni í mikið uppnám, en Erika er sterk og hún er ekki heimsk. Hún kemst í gegnum þetta,“ sagði heimildarmaður um málið.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðvild þín er eitthvað sem vinir þínir mega ekki taka sem sjálfsagðan hlut. Láttu til þín taka í forvarnarstarfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðvild þín er eitthvað sem vinir þínir mega ekki taka sem sjálfsagðan hlut. Láttu til þín taka í forvarnarstarfi.