David Attenborough bólusettur

Sir David Attenborough.
Sir David Attenborough. AFP

Búið er að bólusetja sjónvarpsstjörnuna sir David Attenborough fyrir kórónuveirunni. Ekki er vitað frá hvaða lyfjaframleiðanda bóluefnið sem Attenborough fékk er og ekki er heldur vitað hvenær hann var bólusettur. 

Talsmenn hans staðfesta þó við BBC að hinn 94 ára gamli sjónvarpsmaður sé kominn með bóluefnið. Hann er einn af fyrstu stjörnunum sem hafa fengið báða skammta bóluefnisins. 

Jafnaldri Attenboroughs, Elísabet II Englandsdrottning, og eiginmaður hennar Filippus hertogi hafa einnig verið bólusett.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.