Wintour svarar gagnrýni á forsíðu Harris

Anna Wintour segir að ritstjórn Vogue hafi ekki ætlað sér …
Anna Wintour segir að ritstjórn Vogue hafi ekki ætlað sér að gera lítið úr mikilvægi kosningasigurs Kamölu Harris og Joe Biden. AFP

Anna Wintour, ritstjóri tímaritsins Vogue, segist skilja gagnrýnina á nýútgefna forsíðu tímaritsins. Kamala Harris, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, prýðir forsíðuna og þótti sumum valið á myndunum sýna vanvirðingu gagnvart henni og kosningasigri hennar og Joes Bidens. 

Harris klæðist óformlegum klæðnaði og strigaskóm á prentuðu forsíðunni. Gefnar voru út tvær forsíður á netinu; önnur þeirra er sú sama og hin prentaða en hin er af henni í formlegri klæðnaði. Samkvæmt ABC og Guardian valdi teymi Harris seinni myndina en ritstjórnarteymi Vogue þá fyrri.

Þá segja margir á samfélagsmiðlum að húð Harris hafi verið lýst á myndunum en tímaritið hefur þvertekið fyrir þær sögusagnir.  

Wintour var gestur í hlaðvarpsþáttunum Sway sem New York Times heldur úti. Þar ræddi hún forsíðuna og sagði að ritstjórnin hefði ekki gert neitt formlegt samkomulag við fjölmiðlateymi Harris um hvaða mynd yrði á forsíðunni. „Við augljóslega heyrum og skiljum gagnrýnina á prentuðu forsíðuna og mig langar til að endurtaka mig: við vorum alls ekki að reyna að smækka mikilvægi kosningasigurs varaforsetans á nokkurn hátt,“ sagði Wintour. 

Hún segir að þegar ritstjórnarteymið hafi fengið myndirnar í hendur hafi þau verið sammála um að óformlegi klæðnaðurinn endurspeglaði andrúmsloft líðandi stundar.

Ritstjórn Vogue valdi myndina til vinstri á prentútgáfu tímaritsins. Báðar …
Ritstjórn Vogue valdi myndina til vinstri á prentútgáfu tímaritsins. Báðar forsíðurnar voru hins vegar gefnar út á netinu. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson