Wintour svarar gagnrýni á forsíðu Harris

Anna Wintour segir að ritstjórn Vogue hafi ekki ætlað sér …
Anna Wintour segir að ritstjórn Vogue hafi ekki ætlað sér að gera lítið úr mikilvægi kosningasigurs Kamölu Harris og Joe Biden. AFP

Anna Wintour, ritstjóri tímaritsins Vogue, segist skilja gagnrýnina á nýútgefna forsíðu tímaritsins. Kamala Harris, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, prýðir forsíðuna og þótti sumum valið á myndunum sýna vanvirðingu gagnvart henni og kosningasigri hennar og Joes Bidens. 

Harris klæðist óformlegum klæðnaði og strigaskóm á prentuðu forsíðunni. Gefnar voru út tvær forsíður á netinu; önnur þeirra er sú sama og hin prentaða en hin er af henni í formlegri klæðnaði. Samkvæmt ABC og Guardian valdi teymi Harris seinni myndina en ritstjórnarteymi Vogue þá fyrri.

Þá segja margir á samfélagsmiðlum að húð Harris hafi verið lýst á myndunum en tímaritið hefur þvertekið fyrir þær sögusagnir.  

Wintour var gestur í hlaðvarpsþáttunum Sway sem New York Times heldur úti. Þar ræddi hún forsíðuna og sagði að ritstjórnin hefði ekki gert neitt formlegt samkomulag við fjölmiðlateymi Harris um hvaða mynd yrði á forsíðunni. „Við augljóslega heyrum og skiljum gagnrýnina á prentuðu forsíðuna og mig langar til að endurtaka mig: við vorum alls ekki að reyna að smækka mikilvægi kosningasigurs varaforsetans á nokkurn hátt,“ sagði Wintour. 

Hún segir að þegar ritstjórnarteymið hafi fengið myndirnar í hendur hafi þau verið sammála um að óformlegi klæðnaðurinn endurspeglaði andrúmsloft líðandi stundar.

Ritstjórn Vogue valdi myndina til vinstri á prentútgáfu tímaritsins. Báðar …
Ritstjórn Vogue valdi myndina til vinstri á prentútgáfu tímaritsins. Báðar forsíðurnar voru hins vegar gefnar út á netinu. Samsett mynd
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.