Siegfried úr Siegfried & Roy látinn

Siegfried Fischbacher (t.v.) er látinn.
Siegfried Fischbacher (t.v.) er látinn. AFP

Töframaðurinn Siegfried Fischbacher er látinn 81 árs að aldri. Fischbacher var þekkt­ast­ur fyr­ir sam­starf sitt með Roy Horn en best eru þeir þekkt­ir eft­ir eig­in­nöfn­um sín­um, sem tví­eykið Sieg­fried og Roy. BBC greinir frá.

Fischbacher var með krabbamein í brisi og hafði nýlega undirgengist 12 tíma aðgerð vegna æxlis. 

Þeir félagar voru stærstu nöfnin í töframannaheiminum um ára skeið og sýndu þeir yfir 5 þúsund sýningar fyrir fleiri en 10 þúsund manns í Las Vegas. 

Samstarfsmaður hans, Horn, lést á síðasta ári eftir að hafa veikst af kórónuveirunni. 

Þeir félagar komust í heimsfréttirnar árið 2003 hvítur bengaltígur réðst á Horn á sýningu í Las Vegas. Hann lifði árásina af en lamaðist að hluta til í kjölfar hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes