Vonar að Styles missi áhugann á Wilde

Leikarinn Jason Sudeikis er sagður vera miður sín yfir að fyrrverandi unnusta hans, Olivia Wilde, sé komin í samband með breska tónlistarmanninum Harry Styles. 

Heimildamaður Us Weekly greinir frá því að Sudeikis hafi dregið sig í hlé þegar ljóst var í hvað stefndi með Wilde og Styles. „Hann krossar fingurna að þetta sé bara tímabil og Olivia muni átta sig á því eða Harry verði leiður á henni og hætti með henni,“ sagði heimildamaður. 

Hann vill vinna ást hennar aftur svo þau geti lappað upp á fjölskyldu sína. 

Greint var frá því í síðustu viku að Styles og Wilde væru nýjasta parið í Hollywood. Þó voru mismunandi fréttir af því hvort þau hefðu ruglað saman reytum á meðan Wilde var enn lofuð Sudeikis eða hvort það hefði gerst eftir að þau hættu saman. 

Harry Styles og Olivia Wilde.
Harry Styles og Olivia Wilde. Samsett mynd
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.