Mega ekkert segja um The Crown

Meghan hertogaynja og Harry Bretaprins.
Meghan hertogaynja og Harry Bretaprins. AFP

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan hertogaynja af Sussex mega ekki gera athugasemdir um efnistök þáttanna The Crown sem Netflix framleiðir. 

Harry og Meghan gerðu stóran samning við Netflix síðastliðið sumar um gerð fjölbreytts efnis fyrir veituna. Samkvæmt heimildum The Sun munu prinsinn og hertogaynjan ekki fá að gera athugasemdir um þættina við framleiðendurna. 

Fjórða serían kom út í nóvember á síðasta ári og fjallar um hjónaband foreldra Harrys, Karls Bretaprins og Díönu prinsessu. 

„Netflix myndi aldrei bjóða hertoganum og hertogaynjunni af Sussex að stjórnast með ritstjórnarreglur fyrirtækisins,“ sagði heimildamaður The Sun. 

Enn fremur sagði heimildamaðurinn að The Crown hefði borið á góma þegar Harry og Meghan sátu við samningaborðið en stjórnendur Netflix verið harðir á því að þau fengju ekki að hafa nein áhrif.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu liðið vera liðið í samskiptum við aðra og hafðu stjórn á skapi þínu. Taktu málin föstum tökum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu liðið vera liðið í samskiptum við aðra og hafðu stjórn á skapi þínu. Taktu málin föstum tökum.