Kim og Kanye hætt að fara til ráðgjafa

Hjónin Kim Kardashian og Kanye West.
Hjónin Kim Kardashian og Kanye West. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West og eiginmaður hennar Kanye West eru hætt að fara til hjónabandsráðgjafa. Greint var frá því í byrjun árs að skilnaður væri yfirvofandi hjá þessu stjörnupari og að þau hefðu glímt við mikla erfiðleika í hjónabandinu. 

Þá var Kardashian West sögð vera að undirbúa skilnaðinn með lögmanni sínum. Nú greinir People frá því að þau séu hætt að reyna að laga hjónabandið og að West muni hitta lögmenn sína í vikunni og undirbúa skilnaðinn. 

Hvorki Kardashian West né West hafa talað opinberlega um skilnaðinn. 

„Þau eru bara ekki á sömu blaðsíðu hvað varðar framtíð þeirra sem fjölskyldu. Og Kim finnst það allt í lagi,“ sagði heimildamaður People

Þau gengu í það heilaga árið 2014 en hafa verið saman frá 2012. Þau eiga fjögur börn saman, þau North, Sain, Chicago og Psalm.

Kardashian West og West hafa ekki verið samstiga síðastliðin árin. Kardashian West er andlit raunveruleikaþáttanna Keeping Up With The Kardashians sem senn taka enda. Hún hefur lagt stund á lögfræði og unnið að því að bæta aðstöðu fanga í Bandaríkjunum sem og unnið að því að milda dóma fyrir minniháttar glæpi. 

West hefur aftur á móti einbeitt sér að listsköpun og stjórnmálum en hann bauð sig fram til forseta í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þar stóð Kardashian West ekki við bakið á honum og studdi hann aldrei opinberlega. 

Þau eru sögð hafa búið hvort á sínum staðnum undanfarna mánuði, hann á búgarði þeirra í Wyoming en hún í Los Angeles með börnum þeirra fjórum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú standir nokkuð vel að vígi fjárhagslega áttu samt langt í land til að geta fjárfest það sem hugur þinn stendur til. Kannski hreinskilinn eða ákveðinn, en ekki grimmur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú standir nokkuð vel að vígi fjárhagslega áttu samt langt í land til að geta fjárfest það sem hugur þinn stendur til. Kannski hreinskilinn eða ákveðinn, en ekki grimmur.