Sækja um skilnað eftir 3 ára hjónaband

Elliot Page og Emma Portner hafa ákveðið að skilja eftir …
Elliot Page og Emma Portner hafa ákveðið að skilja eftir 3 ára hjónaband. AFP

Leikarinn Elliot Page hefur sótt um skilnað við eiginkonu sína Emmu Portner. Page og Portner hafa verið gift í þrjú ár. 

Þau tilkynntu um skilnaðinn í gær og í tilkynningu þeirra segir að þau hafi skilið að borði og sæng síðastliðið sumar. Þau hafi því komist að þeirri niðurstöðu að skilja endanlega nú í byrjun ársins.

Page og Portner tilkynntu um að þau hefðu gengið í það heilaga í byrjun árs 2018 en þá höfðu þau ekki staðfest samband sitt fyrir það.

Page greindi frá því fyrir tveimur mánuðum að hann væri trans og studdi Portner við bakið á honum á þeim tíma og birti fallega færslu á samfélagsmiðlum. 

People

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk reynir að ná athygli þinni og vill hana alla. Ný nálgun leiðir til sigurs á hvaða sviði sem er. Þú ert gleðigjafi á öllum sviðum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk reynir að ná athygli þinni og vill hana alla. Ný nálgun leiðir til sigurs á hvaða sviði sem er. Þú ert gleðigjafi á öllum sviðum.