Öflugir jarðskjálftar hafa riðið yfir suðvesturhornið nú fyrir hádegi. Mörgum virðist bylt við en skjálftarnir hafa fundist vel á öllu höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesskaga og í nærsveitum. Margir hafa tjáð sig um skjálftann á Twitter og er bókin Eldarnir eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur mörgum hugleikin.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/02/24/stor_skjalfti_fannst_vida/
Þá var mörgum einnig hugsað til þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar, sem hljóp eftirminnilega úr pontu á Alþingi þegar skjálfti skók höfuðborgarsvæðið í október síðastliðinn.