Myndi aldrei snúa baki við konungsfjölskyldunni

Harry Bretaprins var kátur á rúntinum með James Corden.
Harry Bretaprins var kátur á rúntinum með James Corden. AFP

Harry Bretaprins segir að hann muni aldrei snúa baki við bresku konungsfjölskyldunni. Hann segist líta svo á að þau Meghan hafi stigið til hliðar en ekki snúið baki við fjölskyldunni. Prinsinn var gestur spjallþáttastjórnandans James Cordens á dögunum og rúntuðu þeir saman í tveggja hæða rútu um Los Angeles. 

Prinsinn var ansi léttur í skapi í viðtalinu, blótaði, rappaði og hringdi myndsímtal til eiginkonu sinnar Meghan hertogaynju. Þetta var í fyrsta skipti sem Harry fékk að sitja í tveggja hæða rútu sem er opin að ofan en vegna stöðu sinnar mátti hann það aldrei.

„Við vorum aldrei að fara að snúa baki okkar við fjölskyldunni, við stigum til hliðar. Þetta var mjög erfitt umhverfi, eins og ég held að margir hafi séð. Við vitum öll hvernig breskir fjölmiðlar geta verið. Það var að eyðileggja andlega heilsu mína. Þetta er eitrað, svo ég gerði það sem allir eiginmenn og allir feður hefðu gert; ég fór með fjölskyldu mína burt úr þessu ástandi. En við snerum aldrei baki við þeim,“ sagði Harry við Corden. 

Corden er, líkt og Harry, frá Bretlandi og eru þeir góðir vinir. Corden var viðstaddur brúðkaup Harrys og Meghan fyrir þremur árum og sagði að þetta hefði verið ein fallegasta athöfn sem hann hefði farið í.

Innslagið í þætti Cordens má horfa á hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson