62 milljón króna hundarnir fundnir

Lady Gaga við innsetningu Joe Bidens Bandaríkjaforseta.
Lady Gaga við innsetningu Joe Bidens Bandaríkjaforseta. AFP

Tveir hundar söngkonunnar Lady Gaga, sem rænt var á miðvikudag, eru komnir í leitirnar heilu og höldnu. Ekki liggur fyrir hvernig hundarnir fundust, en AP-fréttaveitan segir að kona hafi komið með þá á lögreglustöð í Los Angeles. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglu var konan þó ekki viðriðin ránið.

Vopnaðir menn réðust á aðstoðarmann Lady Gaga, Ryan Fischer, á miðvikudagskvöld þar sem hann var úti að ganga með hundana. Skutu þeir Fischer fjórum sinnum í bringuna og höfðu á brott með sér tvo hunda, Koji og Gustav. Fischer er á batavegi og er búist við að hann nái sér að fullu.

Hundarnir eru söngkonunni kærir og tekur hún þá oft með sér á verðlaunahátíðir eða aðra viðburði. Í færslu sem Lady Gaga setti á Twitter í gærkvöldi hét hún 500.000 dölum (62 m.kr.) í fundarlaun. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Sambönd sem ganga vel og ánægjulega með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Sambönd sem ganga vel og ánægjulega með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur.