Ættingi drottningar dæmdur fyrir kynferðisbrot

Frændi Elísabetar drottningar var dæmdur fyrir kynferðisbrot.
Frændi Elísabetar drottningar var dæmdur fyrir kynferðisbrot. AFP

Ættingi Elísabetar II Bretlandsdrottningar hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot. Simon Bowes-Lyon, jarl af Strathmore og Kinghorne, réðst á 26 ára konu á heimili sínu Glamis-kastala á Skotlandi í fyrra. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Í málsgögnum kemur fram að konan fái enn martraðir og upplifi ógnarhræðslu eftir atburðinn. Bowes-Lyon játaði sök og segist sjá eftir öllu. 

„Ég vissi ekki að ég gæti hagað mér á þennan hátt en ég gerði það og verð að axla ábyrgð á verknaði mínum. Ég bið umrædda konu innilegrar afsökunar sem og fjölskyldu, vini og samstarfsmenn sem hafa orðið líka fyrir streitu af völdum þessa.“

Jarlinn er skyldur drottningunni í gegnum móðurætt hennar en Glamis-kastali er uppeldisstaður drottningarmóðurinnar og Margrét prinsessa, systir Elísabetar drottningar, fæddist þar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Sambönd sem ganga vel og ánægjulega með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Sambönd sem ganga vel og ánægjulega með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur.