Dóttir Giulianis opnar sig um fjölkæri

Caroline Rose Giuliani skilgreinir sig sem einhyrning.
Caroline Rose Giuliani skilgreinir sig sem einhyrning. Skjáskot/Instagram

Caroline Rose Giuliani, dóttir lögmannsins Rudys Giulianis, skrifaði á dögunum grein um kynhneigð sína en hún skilgreinir sig sem „einhyrning“ eða konu sem leitar eftir að vera í sambandi með karli og konu.

Caroline, sem er 32 ára, segist hafa byrjað að leyfa sér að vera forvitin og opin fyrir nýjum hlutum eftir að hún fór að sofa hjá pörum. 

„Þegar ég fann styrkinn til þess að kanna þessa flóknari og ástríðufyllri hluta persónuleika míns fann ég mína rödd og listrænan neista, sem hefur hjálpað mér að takast á við þunglyndi, kvíða og áhrif lystarleysis á fullorðinsárum,“ segir Caroline í greininni sem birtist í Vanity Fair

Caroline hefur áður komist í fréttir fyrir að andmæla föður sínum Rudy Giuliani opinberlega, en hann var lengi borgarstjóri New York-borgar. Þá hefur hún einnig gagnrýnt stjórnmálaskoðanir hans og samstarfsmenn en hann starfar nú sem lögmaður Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Hún segir að í fyrri samböndum sínum hafi hún fundið fyrir mikilli ást og kærleik en líka tómarúmi og ekki getað sett fingurinn á hvers vegna. 

„Á þeim tíma skildi ég ekki hvað vantaði í sambandið. Ég vissi að maki minn elskaði mig þrátt fyrir að ég væri skrítin og villt en ég þráði að vera með einhverjum sem elskaði mig af því að ég var skrítin og villt,“ segir Caroline. 

Þegar því sambandi lauk hóf Caroline að reyna að finna sjálfa sig og stundaði kynstrin öll af óhefðbundnu kynlífi með alls konar fólki. Eftir að hafa verið með pari og farið í trekant með þeim áttaði hún sig á því að hún varð hrifin af fólki óháð kyni, kyngervi eða hvernig það skilgreindi kyn sitt. Áður skilgreindi hún sig sem tvíkynhneigða en nú sá hún að kyn hafði ekkert með málið að gera. 

Með því að deila reynslu sinni vonast hún til að leiðrétta umræðu um fjölkæri.

Caroline hefur oft komist í fréttir fyrir að vera ósammála …
Caroline hefur oft komist í fréttir fyrir að vera ósammála föður sínum, Rudy Giuliani. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.