Vinnan oft ógreidd

Vitundarvakningu um mikilvægi lista í samfélaginu vantar, að mati dansaranna Sólbjartar Sigurðardóttur og Ástrósar Guðjónsdóttur. Þær eru gestir í nýjasta þætti Dagmála en þar ræddu þær um vinnuna með hljómsveitinni Hatara, tengslin við dansinn og danssenuna.

„Þetta er náttúrlega ógeðslega erfitt fjárhagslega séð,“ segir Ástrós spurð hvort það sé mikið hark að vera dansari á Íslandi. Hún segir að þótt danssamfélagið sé ríkt af stuðningi sé ýmislegt erfitt við að vinna við listsköpun.

„Á sama tíma er maður oft og tíðum ekki að fá borgað fyrir vinnuna sína nema maður detti í þann lukkupott.“

Sólbjört telur að listir og menning séu mikilvæg tól til að þróa hugsanir og skoðanir fólks. Þær Ástrós benda á að listin umkringir allt sem fólk gerir.

„Ég held að fólk oft skilji ekki alveg hversu mikil áhrif öll list hefur,“ segir Sólbjört.

Ástrós telur menningu og listir vera það mikilvægasta sem samfélagið eigi.

„Við erum í stöðugu samtali við samfélagið. Listin endurspeglar alltaf samfélagið og það er svo dýrmætt að styðja við það vegna þess að þetta er menningararfur sem er hægt að vitna í og skoða söguna eftir mörg ár,“ segir Ástrós.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes