Íslenskur hundur vekur heimsathygli

Hin íslenska Frida Kahlo hefur fangað hugi og hjörtu fólks …
Hin íslenska Frida Kahlo hefur fangað hugi og hjörtu fólks um allan heim. Skjáskot/Instagram

Hundurinn Frida Kahlo hefur vakið heimsathygli vegna þess að hún er með einstaklega krúttlegt „yfirvaraskegg“. Frida er af tegundinni miniature bull terrier og býr hér á Íslandi. Eigendur hennar eru Helena Ólöf Snorradóttir og Snorri Valgarðsson. 

Þótt Frida litla sé bara 6 mánaða gömul hefur hún fangað hugi og hjörtu fólks um allan heim og er með yfir 14 þúsund fylgjendur á Instagram reikningum sínum. Þá hefur breski fjölmiðillinn Daily Mail fjallað um hana. 

Frida er með einstaklega krúttlegt yfirvaraskegg.
Frida er með einstaklega krúttlegt yfirvaraskegg. Skjáskot/Instagram

Í viðtali við Daily Mail segir Helena að hana hafi alltaf dreymt um að eiga hund af tegundinni miniature bull terrier. „Í fyrsta skipti sem ég sá hana var hún lítill bolti með eyru eins og kanína og virkilega fágað yfirvaraskegg. Það var ein af ástæðunum fyrir að ég ákvað að byrja með Instagram-síðuna. Litla andlitið hennar gerði okkur svo glöð á hverjum degi og ég hugsaði með mér að það væri synd að deila því ekki með öllum heiminum,“ sagði Helena.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes