100.000 kvartanir yfir umfjöllun um Filippus

Filippus prýddi einnig forsíður flestra prentmiðla daginn eftir andlát sitt.
Filippus prýddi einnig forsíður flestra prentmiðla daginn eftir andlát sitt. AFP

Breska ríkisútvarpinu, BBC, bárust 100.000 kvartanir yfir umfjöllun um Filippus prins að því er fram kemur í umfjöllun The Sun. Öll hefðbundin dagskrá var lögð til hliðar á öllum miðlum BBC á föstudaginn þegar fréttir bárust af því að Filippus væri látinn.

BBC Four var tekið úr loftinu og þættirnir EastEnders og Masterchef final þurftu að víkja fyrir umfjöllun um prinsinn.

„Við erum stolt af umfjöllun okkar og hlutverkinu sem við lékum á þessari þýðingarmiklu stund fyrir þjóðina,“ segir í tilkynningu frá BBC sem neitaði að staðfesta fjölda kvartana. Gert er ráð fyrir að talan verði opinberuð af BBC á fimmtudaginn í fréttatilkynningu um kvartanir sem gefin er út hálfsmánaðarlega. 

Ef heimildir The Sun eru réttar er þetta mesti fjöldi kvartana sem BBC hefur fengið yfir einum dagskrárlið í sögunni. 

BBC var ekki eini fjölmiðillinn í Bretlandi sem breytti dagskrárgerð sinni og minntist Filippusar á föstudaginn. ITV og Channel 4 fjölluðu ítarlega um andlátið og viðbrögð þjóðarinnar við því. 

Á laugardag gerði BBC aðgengilegt á vef sínum eins konar kvörtunarbox því svo mikið af kvörtunum barst. Það var tekið út á sunnudag þegar kvörtunum fækkaði.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.