Gefa grænt ljós á seríu 3 og 4

Í það minnsta þrjár seríur í viðbót verða gerðar af …
Í það minnsta þrjár seríur í viðbót verða gerðar af Bridgerton. Ljósmynd/Twitter

Streymisveitan Netflix hefur pantað tvær seríur í viðbót af þáttunum Bridgerton sem slógu heldur betur í gegn á streymisveitunni um jólin. Fyrsta serían kom inn á Netflix 26. desember og gerði allt vitlaust og snemma á þessu ári var ákveðið að önnur sería yrði að veruleika. 

Þættirnir koma úr framleiðslu höfundarins Shondu Rhimes sem er höfundur þátta á borð við Grey's Anatomy, How to Get Away With Murder og Scandal. Þeir byggjast á samnefndri bókaseríu eftir Juliu Quinn.

Mikilvægt hlutverk í þáttunum spilar slúðurdrottningin Lady Whistledown en tilkynnt var um 3. og 4. seríuna í hennar nafni. „Svo virðist sem við höfum ansi sérstaka tilkynningu í höndunum. Sería þrjú og fjögur verða gerðar af Bridgerton. Þessi höfundur þarf að fara að kaupa meira blek,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðgerðir sem þú ákveður á heimilinu munu endast lengi og reynast vel þess virði, þegar upp er staðið. Eitthvað ergelsli er í ungviðinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðgerðir sem þú ákveður á heimilinu munu endast lengi og reynast vel þess virði, þegar upp er staðið. Eitthvað ergelsli er í ungviðinu.