Drottningin mætti til starfa

Elísabet II Bretadrottning sneri aftur til vinnu í gær.
Elísabet II Bretadrottning sneri aftur til vinnu í gær. AFP

Elísabet II Bretlandsdrottning sneri aftur til starfa í gær, þriðjudag, aðeins fjórum dögum eftir að eiginmaður hennar, Filippus prins, lést. Filippus lést á föstudaginn, 99 ára að aldri. 

Drottningin hélt lítinn einkaviðburð í Windsor-kastala og tók þar á móti Earl Peel sem lét formlega af störfum sem æðsti starfsmaður bresku krúnunnar. 

Gefið var út á dánardegi Filippusar að við tæki átta daga sorgartímabil hjá fjölskyldunni. Gert var ráð fyrir að drottningin myndi fresta öllum viðburðum á þessu tímabili en svo virðist ekki vera. Starfsmaður konungsfjölskyldunnar sagði þó að meðlimir myndu fara í verkefni sem hæfðu aðstæðum.

Útför Filippusar fer fram á laugardaginn næstkomandi klukkan tvö að íslenskum tíma.

BBC 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren