Bríet kom, sá, sigraði og gaf fingurinn

Bríet Ísis Elfar tónlistarkona var á meðal þeirra sem urðu …
Bríet Ísis Elfar tónlistarkona var á meðal þeirra sem urðu hvað sigursælust á Íslensku tónlistarverðlaununum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Bríet Ísis Elfar, Haukur Gröndal, Hjaltalín og Ingibjörg Turchi voru meðal þess tónlistarfólks sem var hve sigursælast á Íslensku tónlistarverðlaununum sem veitt voru í Hörpu á laugardagskvöld. Verðlaunin dreifðust annars vítt yfir sviðið og endurspeglar hversu mikilli breidd íslenska tónlistarflóran býr yfir.“

Þetta kemur fram í tilkynningu um verðlaunin. Þau voru afhent í Norðurljósum Hörpu í kvöld og var hátíðin í beinni útsendingu á RÚV.

Í þakkarræðu sinni beindi Bríet, sem var verðlaunuð sem textahöfundur ársins, orðum sínum til allra þeirra sem hafa spurt hana í gegnum tíðina hverjir það eru sem semja alla textana fyrir hana. Öllu því fólki gaf hún fingurinn.

Sigur Rós hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna þetta árið.

Sigur Rós hefur undanfarinn aldarfjórðung með einstakri tónlist sinni heillað milljónir manna um allan heim, kveikt áhuga fólks á heimalandi þeirra, því stórbrotna landi elds og ísa sem býr til fólk sem skapar tónlist eins og Sigur Rós gerir,“ segir í fyrrnefndri tilkynningu.

Hér að neðan má sjá nöfn vinningshafanna. 

POPP-, ROKK-, RAPP & HIPP HOPP- OG RAFTÓNLIST

POPP - PLATA ÁRSINS

Kveðja, Bríet - BRÍET

ROKK - PLATA ÁRSINS

Endless Twilight of Codependent Love - Sólstafir

RAPP&HIPPHOPP - PLATA ÁRSINS

VACATION - CYBER

RAFTÓNLIST - PLATA ÁRSINS

Visions of Ultraflex - Ultraflex

POPP - LAG ÁRSINS

Think About Things - Daði Freyr

ROKK - LAG ÁRSINS

Haf trú - HAM

RAPP&HIPPHOPP - LAG ÁRSINS

Geimvera - JóiPé x Króli

RAFTÓNLIST - LAG ÁRSINS

Think Too Fast - JFDR

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS

Heima með Helga

TEXTAHÖFUNDUR ÁRSINS

Bríet Ísis Elfar 

LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS

Hjaltalín

SÖNGVARI ÁRSINS

Högni Egilsson

SÖNGKONA ÁRSINS

Bríet Ísis Elfar

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS

Bubbi Morthens

TÓNLISTARMYNDBAND ÁRSINS Í SAMSTARFI VIÐ ALBUMM.IS

Sumarið sem aldrei kom - Jónsi. Leikstjórn: Frosti Jón Runólfsson

BJARTASTA VONIN Í SAMSTARFI VIÐ RÁS 2

Gugusar

SÍGILD OG SAMTÍMATÓNLIST

PLATA ÁRSINS

John Speight, Solo Piano Works - Peter Máté

TÓNVERK ÁRSINS

Accordion Concerto - Finnur Karlsson

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – HÁTÍÐIR

Sönghátíð í Hafnarborg

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – TÓNLEIKAR

Brák og Bach

SÖNGKONA ÁRSINS

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir

SÖNGVARI ÁRSINS

Stuart Skelton

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS - EINSTAKLINGAR

Víkingur Heiðar Ólafsson

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR

Sinfóníuhljómsveit Íslands

BJARTASTA VONIN Í SÍGILDRI OG SAMTÍMATÓNLIST

Steiney Sigurðardóttir sellóleikari

DJASS- OG BLÚSTÓNLIST

PLATA ÁRSINS

Meliae - Ingibjörg Turchi

TÓNVERK ÁRSINS

Four Elements - Haukur Gröndal

LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS

Sigurður Flosason

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS - EINSTAKLINGAR

Haukur Gröndal

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR

Frelsissveit Íslands

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – TÓNLEIKAR

Jazzhátíð Reykjavíkur

BJARTASTA VONIN Í DJASS- OG BLÚSTÓNLIST

Laufey Lín Jónsdóttir

ÖNNUR TÓNLIST: OPINN FLOKKUR, ÞJÓÐLAGA- OG HEIMSTÓNLIST, KVIKMYNDA- OG LEIKHÚSTÓNLIST

PLATA ÁRSINS – KVIKMYNDA- OG LEIKHÚSTÓNLIST

Defending Jacob - Atli Örvarsson og Ólafur Arnalds

PLATA ÁRSINS – ÞJÓÐLAGA- OG HEIMSTÓNLIST

Shelters one - Jelena Ciric

PLATA ÁRSINS - OPINN FLOKKUR

EPICYCLE II - Gyða Valtýsdóttir

LAG/TÓNVERK ÁRSINS – OPINN FLOKKUR

Astronaut - Red Barnett

PLÖTUUMSLAG ÁRSINS

PLASTPRINSESSAN - K.óla: Kata Jóhanness, Katrín Helga Ólafsdóttir, Ása Bríet Brattaberg, Arína Vala Þórðardóttir, Ída Arínudóttir, Elvar S. Júlíusson

UPPTÖKUSTJÓRN ÁRSINS

Meliae - Ingibjörg Turchi: Upptökustjórn: Birgir Jón Birgisson, hljóðblöndun og hljómjöfnun: Ívar Ragnarsson

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.