Skilja eftir enn eitt framhjáhaldið

Jana Kramer hefur sótt um skilnað við Mike Caussin.
Jana Kramer hefur sótt um skilnað við Mike Caussin. Skjáskot/Instagram

One Tree Hill-stjarnan Jana Kramer hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn Mike Caussin. Kramer og Caussin hafa verið gift í 6 ár en hjónabandið hefur verið stormasamt. 

Kramer tilkynnti á Instagram á miðvikudagskvöld að hún hefði sótt um skilnaðinn vegna þess að hún gæti ekki meira. „Ég er búin að berjast. Ég er búin að elska. Ég er búin að fyrirgefa. Ég er búin að leggja mitt af mörkum. Ég er búin að gefa allt sem ég á og nú hef ég ekki meira. Það er kominn tími,“ skrifaði Kramer. 

Heimildamaður People segir að Caussin hafi brotið traust hennar og haldið fram hjá henni með annarri konu. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Caussin rauf heitin en þau skildu að borði og sæng árið 2016 eftir að upp komst um framhjáhaldið hans. 

Kramer og Caussin eiga tvö börn saman, þau Jolie Rae 5 ára og Jace Joseph 2 ára. 

Fyrir sjö mánuðum gáfu þau út bókina The Good Fight: Wanting to Leave, Choosing to Stay, and the Powerful Practice for Loving Faithfully. Þar fjölluðu þau um hjónaband sitt eftir að Caussin fór í meðferð vegna kynlífsfíknar.

View this post on Instagram

A post shared by Jana Kramer (@kramergirl)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki hafa neinar áhyggjur þó að þú sért ekki alveg með á nótunum í dag. Ekki láta aðra fara í þínar fínustu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki hafa neinar áhyggjur þó að þú sért ekki alveg með á nótunum í dag. Ekki láta aðra fara í þínar fínustu.