Umfjöllun drukkinnar fréttakonu vekur athygli

Vorveður í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum.
Vorveður í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum. AFP

Í dönsku kvikmyndinni Druk seg­ir af fjór­um miðaldra vin­um og mennta­skóla­kenn­ur­um sem ákveða að sann­reyna þá kenn­ingu að þeim muni farn­ast bet­ur í líf­inu séu þeir alltaf með ör­lítið magn áfeng­is í blóðinu.

Fréttakona dönsku ríkisstöðvarinnar TV 2, Amalie Rud Seerup, ákvað nýlega að sannreyna þessa kenningu og tók frá heilan vinnudag í því skyni. Umfjöllunin hefur vakið athygli í landinu en fróðlegt myndskeið frá tilrauninni má sjá hér að neðan.

Óvæntar afleiðingar

Tilraunina gerði Seerup af því tilefni að myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna á sunnudag. Svo fór að myndin hlaut þau og tók leikstjórinn Thom­as Vin­ter­berg við verðlaununum.

Í myndinni sjálfri hefur til­raun­in ýms­ar viðbún­ar en líka óvænt­ar af­leiðing­ar og upp­götva fé­lag­arn­ir nýj­ar hliðar á sjálf­um sér og til­ver­unni.

„Nei, það var ekk­ert áfengi á tökustað og við þurft­um að vinna í 12 klukku­stund­ir á dag. Leik­ar­arn­ir áttu líka að leika, þeir áttu að þykj­ast vera full­ir,“ sagði Vin­ter­berg í viðtali við Morgunblaðið í desember, spurður hvort áfengi hefði nýst leikurum við tökur á myndinni.

Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverk í myndinni.
Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverk í myndinni.

Dönsk drykkjumenning

Bætti hann við að fyr­ir tök­ur hefðu aðalleik­ar­arn­ir farið í „alkó­hól­-æfinga­búðir“, æft sig bæði í því í að leika og drekka. Í þeim búðum var áfengi vissu­lega haft um hönd, sagði leik­stjór­inn, en ít­rek­aði að leik­list væri alltaf í eðli sínu þykjustu­leik­ur. 

Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Vin­ter­berg hvað hon­um þætti um danska drykkju­menn­ingu en hún hef­ur verið gagn­rýnd fyr­ir að vera held­ur frjáls­leg og Dan­ir mikið gefn­ir fyr­ir sop­ann. „Eins og þið Íslend­ing­ar þekkið fara jóla­hlaðborð gjarn­an úr bönd­un­um,“ svar­aði leikstjórinn sposk­ur og bæt­ti við að hann væri bara stolt­ur af drykkju­menn­ingu þjóðar sinn­ar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Sestu niður, skipuleggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Sestu niður, skipuleggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera.