Óþekkjanleg sem kynbomba og rokkari

Lily James og Sebastian Stan fara með hlutverk Pamelu Anderson …
Lily James og Sebastian Stan fara með hlutverk Pamelu Anderson og Tommy Lee. Skjáskot/Instagram

Leikararnir Lily James og Sebastian Stan fara með hlutverk Pamelu Anderson og Tommys Lees í þáttaröðinni Pam & Tommy. Nýjar myndir frá tökum sýna að þau James og Stan eru nær óþekkjanleg í hlutverkum sínum.  

Svona líta Sebastian Stan og Lily James út þegar þau …
Svona líta Sebastian Stan og Lily James út þegar þau eru ekki í hlutverkum. Samsett mynd

Á mynd sem Stan deildi af sér á Instagram má sjá hann í gervi Tommys Lees. Hann er ber að ofan, í leðurbuxum og skreyttur húðflúrum. Hann birti einnig svarthvíta mynd af sér og James í hlutverkum hjónanna.

Þættirnir sem eru framleiddir af efnisveitunni Hulu fjalla um stormasamt samband leikkonunnar Pamelu Anderson og rokkarans Tommys Lees að því er fram kemur á vef ET. Hjónin fyrrverandi gengu í hjónaband á strönd í Mexíkó árið 1995 eftir að hafa þekkst aðeins í 96 tíma. Kynlífsmyndband úr brúðkaupsferðinni fór í dreifingu árið 1995. 
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.