Sigrún hlýtur bókmenntaverðlaun ESB

Sigrún Pálsdóttir hlýtur bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins fyrir bók sína Delluferðina. Útgefandi …
Sigrún Pálsdóttir hlýtur bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins fyrir bók sína Delluferðina. Útgefandi er JPV útgáfa. Skjáskot/forlagid.is

Sigrún Pálsdóttur hefur hlotið bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins árið 2021 fyrir bókina Delluferðin sem kom út árið 2019. Þetta var tilkynnt fyrr í dag við rafræna athöfn.

„Skáldverkið er í senn frumlegt og nútímalegt en um leið afskaplega aðgengilegt og skemmtilegt,“ segir meðal annars í rökstuðningi dómnefndar sem má lesa í heild sinni á vef Rithöfundasambands Íslands.

Þar segir einnig að bókmenntaverðlaunin séu veitt þátttökuríkjum Creative Europe, menningaráætlunar Evrópusambandsins og er verðlaununum ætlað að hampa framúrskarandi hæfileikafólki sem er að þreifa sig áfram á bókmenntavellinum.

13 verðlaunahafar

Í heildina hlutu 13 höfundar frá 13 mismunandi ríkjum Evrópusambandsins bókmenntaverðlaunin í ár. Þátttökuríkin eru 41 samtals og er þeim skipt í þrennt svo hvert ríki tekur þátt á þriggja ára fresti og valinn er verðlaunahafi frá hverju ríki.

Frá Íslandi hafa rithöfundarnir Halldóra K. Thoroddsen, Oddný Eir Ævarsdóttir og Ófeigur Sigurðsson áður hlotið verðlaunin.

Hér má finna lista yfir verðlaunahafana 13.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.