Hlynur Atli slær í gegn í Kötlu

Hlynur leikur í tökum á Kötlu.
Hlynur leikur í tökum á Kötlu. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Hlynur Atli Harðarson hefur komið víða við í leiklistinni þótt hann sé ekki nema tíu ára gamall. Hann leikur til að mynda stórt hlutverk í Kötlu, fyrstu íslensku Netflix-þáttaröðinni, sem frumsýnd var 17. júní. Þættirnir eru úr smiðju leikstjórans Baltasars Kormáks og eru alls átta talsins en á meðal annarra leikara má nefna Guðrúnu Ýri Eyfjörð, Þorstein Bachmann og Björn Thors.

Næsta vetur mun Hlynur svo leika Bubba Morthens, þegar hann var lítill, í leikritinu Níu líf og svo verður hann líka sjálfur Emil í Kattholti, en báðar sýningarnar verða sýndar í Borgarleikhúsinu. Fyrsta hlutverk Hlyns var í söngleiknum Matthildi þegar hann var sjö ára og er þessi hörkuduglegi strákur rétt að byrja sinn feril því hann er staðráðinn í að verða leikari og leikstjóri þegar fram líða stundir.

„Það skemmtilegasta við að leika í Kötlu var að hitta fullt af nýju og skemmtilegu fólki og fá að ferðast á nýja staði. Mér fannst líka gaman að sjá muninn á því að vera í leikhúsi og taka upp sjónvarpsþætti, en það er mjög ólíkt. Að leika Mikael í Kötlu er uppáhaldshlutverkið mitt til þessa og eins líka að leika Bubba í Níu líf. Hlutverkin eru svo ólík, bæði vegna þess að karakterarnir eru ekkert líkir og annað í sjónvarpi og hitt á sviði.“

Hlynur Atli Harðarson fer með hlutverk í Kötlu.
Hlynur Atli Harðarson fer með hlutverk í Kötlu. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Hlynur á önnur áhugamál fyrir utan leiklistina en hann hefur æft „street-dans“ frá fimm ára aldri. Hann æfir einnig fótbolta og hefur svo brennandi áhuga á sögu og er mikið að lesa sér til um fyrri og seinni heimsstyrjöldina þessa dagana. Hann ætlar að gefa sér tíma til að ferðast með fjölskyldunni um landið í sumar.

„Svo er ég líka að fara að keppa á Orkumótinu í Vestmannaeyjum og er mjög spenntur fyrir því. Þetta verður skemmtilegt sumar.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.