Thurman byrjuð með forstjóra

Uma Thurman.
Uma Thurman. AFP

Leikkonan Uma Thurman er sögð komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Justin B. Smith og er forstjóri Bloomberg Media Group. Greint var frá sambandinu í umfjöllun The New York Times um veislu á heimili hans í Washingtonborg. 

„Einnig leikkonan Uma Thurman, sem er að hitta herra Smith,“ skrifaði blaðamaðurinn Shawn McCreesh í umfjöllun um gesti veislunnar að því er fram kemur á vef People. 

Í október í fyrra var Thurman sögð vera í sambandi með arkitektinum Peter Sabbeth. Thurm­an á þrjú börn; tvö með leik­ar­an­um Et­h­an Hawke og eitt með franska fjár­mála­mann­in­um Arp­ard Bus­son.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.