Tónlistin góð í andlega undirbúninginn

„Fyrir keppni nota ég svolítið hugleiðslu. Þegar ég loka augunum venjulega þá hugsa ég um fimleika. Ef það er mót, ef ég er að fara að keppa, þá hugsa ég um þetta mót. Hvað er ég að fara að gera, hvernig hreyfingarnar eiga að vera, hvað ég er búinn að vera að æfa af því ég á að geta séð þetta fyrir mér.“ Þetta segir Jón Sigurður Gunnarsson, eða Nonni eins og hann er gjarnan kallaður, sem er afreksmaður í fimleikum, en hann er gest­ur Dóru Júlíu í Dag­málum.

Hann segir fimleikana vera ótrúlega góða fyrir andlega heilsu og líkami hans og sál tengist náið. Enn fremur hefur tónlistin heilandi áhrif á hann. „Síðan er það tónlistin, hún hjálpar svakalega mikið. Ef ég þarf að koma mér í gírinn þá hlusta ég á eitthvað peppandi, ef ég þarf að slaka á þá hlusta ég á eitthvað rólegt og rétt fyrir mót hlusta ég alltaf á tónlist,“ segir Nonni en það lag sem hann hefur hlustað hvað mest á er lagið „Wake Up“ með hljómsveitinni Rage Against The Machine. „Það kemur mér í svakalegan gír,“ segir Nonni, enda kann hann að meta rokkið og rólið. Þó fer það alfarið eftir skapi hvað hann hlustar á, þar sem hann á það til að vilja hlusta á eitthvað rólegt og rómantískt.

Nonna er ýmislegt til lista lagt.
Nonna er ýmislegt til lista lagt. mbl.is/Hallur Már

„Fyrir EM núna var ég í keppnishöllinni með heyrnartólin að fara í hringina og þá var ég bara að hlusta á Careless Whisper með George Michael, var bara í sexy fíling og það var líka geggjað,“ segir hann og bætir því við að það hjálpi líka að leika tónlist fyrir keppni. „[...] ef ég er að keppa heima þá sest ég við píanóið og spila sjálfur áður en ég fer upp í höll. Tónlistin hjálpar mikið við andlegan undirbúning.“ 

Dag­mál eru streym­isþætt­ir Morg­un­blaðsins á net­inu, opn­ir öll­um áskrif­end­um blaðsins. Viðtalið við Nonna er að finna hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes