Krúnan og The Mandalorian með flestar tilnefningar

Gillian Anderson, Olivia Colman og Emma Corrin eru allar tilnefndar …
Gillian Anderson, Olivia Colman og Emma Corrin eru allar tilnefndar til Emmy-verðlauna. Samsett mynd

Netflix-þættirnir The Crown, eða Krúnan á íslensku, og Disney+ þættirnir The Mandalorian hlutu flestar tilnefningar til 73. Emmy-verðlaunanna. Hvor þáttaröðin um sig hlaut 24 tilnefningar. Tilnefningarnar voru opinberaðar í dag, þriðjudag. 

WandaVision frá Disney+ hlaut 23 tilnefningar. Tilnefnt er í 26 mismunandi flokkum. Verðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles hinn 19. september næstkomandi. 

Bæði Olivia Colman sem túlkar Elísabetu II Bretadrottningu í The Crown og Emma Corrin sem fer með hlutverk Díönu prinsessu í þáttunum hlutu tilnefningu í flokki aðalleikkonu í dramaseríu. Auk þeirra eru Uzo Abuda, Elisabeth Moss, Mj Rodriguez og Jurnee Smollett tilnefndar í flokknum. Leikkonan Gillian Anderson, sem fer með hlutverk Margaret Thatcher í The Crown, er tilnefnd í flokki leikkonu í aukahlutverki í dramaseríu.

Josh O'Connor sem fer með hlutverk Karls Bretaprins í The Crown er tilnefndur í flokki aðalleikara auk Sterlings K. Browns, Jonathans Majors, Regé-Jeans Page, Billys Porters og Matthews Rhys. 

Lista yfir allar tilnefningar til verðlaunanna má sjá hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson