Hafnaði bón Wests

Irina Shayk og Kanye West.
Irina Shayk og Kanye West. Ljósmynd/Samsett

Ofurfyrirsætan Irina Shayk og tónlistarmaðurinn Kanye West virðast ekki eiga í eins eldheitu ástarsambandi og áður var haldið. Shayk vildi ekki fá West með sér á tískuvikuna í París á dögunum þegar tónlistarmaðurinn sóttist eftir því. 

„Hún kann vel við hann sem vin en vill ekki samband við hann,“ sagði heimildarmaður Page Six. Shayk er sögð hafa neitað West til þess að koma í veg fyrir fréttir af meintu ástarsambandi þeirra. „Þetta hefði verið annar mánuðir af fréttum um samband þeirra.“

Shayk og West sáust síðast saman þegar þau komu heim frá Frakklandi saman í júní. „Hún fór í afmælið hans sem vinkona. Það voru 50 aðrir þarna,“ sagði heimildarmaður. Fyrirsætan, sem á fjögurra ára gamla dóttur með hollywoodstjörnunni Bradley Cooper, er sögð ánægð með að vera einhleyp.

West, sem er nýskilinn við Kim Kardashian, hefur þekkt Shayk lengi. Hún hefur starfað sem fyrirsæta fyrir tískumerki hans, Yeezy, auk þess kom hún fram í tónlistarmyndbandi við lagið Power sem hann gaf út 2010.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.