Halda svakalega garðveislu í Laugardal

Herra Örlygur kynnir Garden Party í Laugardal í ágúst.
Herra Örlygur kynnir Garden Party í Laugardal í ágúst. mbl.is/Valli

Tónlistar- og matarhátíðin Garden Party verður haldin í fyrsta skipti á grasbala Þróttara í Laugardal 14. ágúst næstkomandi. Svæðið verður opnar klukkan 12.00 og lokað 21.30.

Hátíðin er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og skemmt sér í öruggu og hlýlegu umhverfi að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Fyrirmyndin er bæjarhátíðir sem tíðkast víða í Evrópu þar sem fjölbreytt skemmtun fyrir allar kynslóðir nýtur sín. Margir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar munu koma fram á hátíðinni. Bubbi Morthens, Bríet, Friðrik Dór, GDRN, Hipsumhaps, Sigrún Stella og Emmsjé Gauti munu meðal annars troða upp. 

Matarvagnar frá Reykjavík Streetfood tryggja fjölbreytt matarúrval ásamt miklum grillmeisturum. Lengsti bar á Íslandi tryggir öllum ískaldar veigar og loks verður veglegt kampavínstjald þar sem bubblur af öllum stærðum og gerðum verða á boðstólum.

Miðasala hefst mánudaginn 19. júlí á tix.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes