Adele með nýjum manni á körfuboltaleik

Adele
Adele AFP

Breska söngkonan Adele mætti ásamt einum stærsta umboðsmanni körfuboltaheimsins Rich Paul á fimmta leikinn í úrslitaviðureign NBA-körfuboltans. Adele lifði sig vel inn í leikinn og hvatti heimamenn í Phoenix Suns áfram en það dugði skammt því Milwaukee Bucks unnu leikinn. Samkvæmt heimildum Brian Windhorst er talið að þau séu nýtt par.

Fyrr á dögunum birti Adele mynd af sér á Instagram í enska landsliðsbúningnum fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu en sá leikur endaði með sigri Ítala eftir vítaspyrnukeppni. En það virðist hins vegar ganga vel í ástamálum Adele.

Adele hefur verið á milli tannanna á fólki upp á síðkastið en því hefur verið slegið upp að það væri meira en góð vinátta á milli hennar og breska rapparans Skepta. Hann var fjarri góðu gamni á þessum íþróttaviðburði. Nú var það Paul sem sat við hlið Adele. Þetta þykir tíðindum sæta því þetta er í fyrsta sinn sem þau sjást saman. Einnig var Lebron James á leiknum sem áhorfandi og Paul valdi frekar að sitja við hlið söngkonunnar. Windhorts fullyrti í það minnsta svo í hlaðvarpsþætti sínum The Hoop Collective strax að leik loknum.

Adele og Rich Paul
Adele og Rich Paul AFP
Adele
Adele AFP
Adele hvetur Sólirnar áfram og Rich Paul fær popp hjá …
Adele hvetur Sólirnar áfram og Rich Paul fær popp hjá kunninga AFP
Adele og Rich Paul
Adele og Rich Paul AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.