Velkomin á alnetið

Burnham var í stóru hlutverki í myndinni Promising Young Woman …
Burnham var í stóru hlutverki í myndinni Promising Young Woman sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta handrit í ár auk fleiri tilnefninga. AFP

Er Bo Burnham var á sviði í ferð sinni um heiminn með uppistand sitt, what., fékk hann í fyrsta sinn kvíðakast. Köstin urðu fleiri og sífellt algengari og hann neyddist til að hætta uppistandi árið 2016 þegar hann lauk ferð sinni með annað vinsælt uppistand, Make Happy. „Þetta var erfiðasti tími lífs míns, þessi síðasta ferð, sá erfiðasti,“ sagði hann við tímaritið Time árið 2018.

Eftir að hafa lagt hljóðnemann á hilluna einbeitti Burnham sér að handritsskrifum en leikstýrði einnig öðrum uppistandssýningum, þar á meðal sýningu Chris Rock, Tamborine, árið 2018.

Handritsskrifin urðu að kvikmyndinni Eighth Grade sem fjallar um síðustu viku ungrar unglingsstúlku í áttunda bekk og það hlutverk sem samfélagsmiðlar leika í lífi þeirra sem hafa alist upp á þeim. Í myndinni, sem Burnham leikstýrir einnig, reynir hann ekki að draga fram allt það slæma við samfélagsmiðla heldur varpa ljósi á hvernig það er að vera 13 ára unglingur á netinu.

Á sýningum sínum hefur Burnham vakið mikla athygli fyrir notkun sína á ljósi. Hann stendur ekki bara í kastljósinu og segir brandara heldur er ljós eitt af hans aðalverkfærum og notkun hans á því varð til þess að Chris Rock fékk hann til að leikstýra sinni sýningu. Þessi notkun á ljósi einkennir einnig Eighth Grade þar sem ljós frá tækjum sem beinist að andlitum leikara er mikið notað og látið sýna einmanaleikann sem fólk finnur oft fyrir á netinu.

Læknar heiminn

Í Inside, nýjum 90 mínútna þætti hans á Netflix, má segja að Burnham gangi skrefi lengra í túlkun sinni á netinu en í Eighth Grade. Netið hefur orðið enn stærri hluti af lífi fólks er margir hafa þurft að dúsa dögum saman inni í húsi vegna samkomutakmarkana. Sum lög þáttarins eru fyndin eins og þegar hann syngur um myndbandssímtöl við mömmu sína og Instagram-síður hvítra kvenna, önnur eru óþægileg eins og þegar Burnham býður fólk velkomið á netið í hlutverki eins konar illmennis sem skapað hefur netið og gert alla háða því. „Sinnuleysi er harmleikur og leiði er glæpur. Eilítið af öllu, alltaf,“ syngur hann í laginu.

Eins og áður sagði snýst Inside um netið og hvernig það hefur smeygt sér inn í líf okkar. Þátturinn allur er saminn og tekinn upp inni í sama herberginu á heimili Burnham og er vinnsla og upptaka þáttarins algjörlega í höndum hans. Skapar það þá tilfinningu að Burnham, sem safnar bæði skeggi og hári meðan á tökum stendur, yfirgefi ekki herbergið það rúma ár sem gerð þáttarins tók.

Burnham tekur Jeff Bezos, stofnanda Amazon, fyrir í þættinum í tveimur lögum sem eru ansi skondin. Er það líklega til að undirstrika þá miklu misskiptingu auðs sem er til staðar í Bandaríkjunum og heiminum öllum, en Bezos er metinn ríkasti maður heims. Þá heldur Burnham eldræðu þar sem hann furðar sig á því valdi sem mannfólkið hefur sett í hendur nokkurra aðila í Kísildal sem stjórna samfélagsmiðlunum og efnisveitunum sem fólk hefur ánetjast.

Að lokum má nefna að Burnham er mjög meðvitaður um forréttindastöðu sína. Hann spyr sig hvað hann, sem hvítur karlmaður, hafi að bjóða heiminum með gríni sínu en syngur svo kaldhæðnislega að hann muni „lækna heiminn með gríni“ sínu.

Nánar er fjallað um Bo Burnham og Inside í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.