Beint: Fyrsti keppnisdagur á heimsleikunum

Annie Mist Þórisdóttir hefur leika í dag.
Annie Mist Þórisdóttir hefur leika í dag. Ljósmynd/Facebook

Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Helgadóttir, Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hefja leik á heimsleikunum í crossfit í dag. Í fyrstu þraut leikanna þurfa keppendur að synda eina mílu með froskalöppum og róa þrjár mílur á kajak.

Önnur þaut hefst í karlaflokki klukkan 17:00 að íslenskum tíma og má fylgjast með hér fyrir neðan. Konurnar verða ræstar klukkan 17:45. 

Í annarri þraut þurfa keppendur meðal annars að ýta sleða og gera „muscle up“ upphífingar í bæði hringjum og á stöng.

Þriðja þraut hefst klukkan 18:45 í karlaflokki og klukkan 19:05 í kvennaflokki.

Fjórða þraut hefst klukkan 21:30 í karlaflokki og í kvennaflokki klukkan 22:30. 

Heimsleikarnir voru settir í gær, þriðjudag, og fyrsti keppnisdagur í einstaklingskeppni karla og kvenna er í dag. Leikarnir standa fram á sunnudag. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.