Björgvin í öðru sæti og Katrín í sjöunda

Björgvin Karl Guðmundsson er í öðru sæti eins og stendur.
Björgvin Karl Guðmundsson er í öðru sæti eins og stendur. Morgunblaðið/Hari

Nú þegar þremur þrautum er lokið á heimsleikunum í crossfit hefur Björgvin Karl Guðmundsson komist upp í annað sætið í heildarkeppninni. Katrín Tanja situr þá í sjöunda sæti í kvennaflokki. 

Björgvin hafnaði í sjötta sætinu í fyrstu grein dagsins, en í seinni tveimur var hann níundi í mark. Þessi frammistaða nægir honum til þess að vera í öðru sæti í heildarstigakeppninni. Hann er nú með 237 stig í heildina, 30 sléttum á eftir hinum finnska Jonne Koski. 

Þrjár íslenskar konur keppa í kvennaflokki á heimsleikunum, þær Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir. Frábær frammistaða Katrínar í þriðju þrautinni gerir það að verkum að hún situr í sjöunda sæti í heildarkeppninni, 99 stigum á eftir hinni áströlsku Tiu-Clair Toomey sem leiðir keppnina. 

Annie Mist er í fimmtánda sæti í heildarkeppninni með 167 stig og Þuríður Erla í því tuttugasta með 142 stig. Flott frammistaða hjá okkar fólki. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.