Giftu sig í leyni eftir 20 ára samband

Bo Derek og John Corbett eru gift.
Bo Derek og John Corbett eru gift.

Leikarinn John Corbett og Bo Derek gengu í hjónaband í desember á síðasta ári eftir að hafa verið í sambandi í tæplega 20 ár. Corbett, sem kannski er þekktastur fyrir að fara með hlutverk Aidans í Sex and the City, greindi frá þessu í viðtali í vikunni. 

„Við giftum okkur í kringum jólin. Við Bo giftum okkur,“ sagði Corbett og staðfesti síðar að þetta væri í fyrsta skipti sem þau hjónin greindu frá hjónabandinu opinberlega. Parið hefur haldið sambandi sínu úr kastljósinu frá upphafi. 

„Eftir 20 ár saman ákváðum við að gifta okkur. Við vildum ekki að árið 2020 yrði árið sem allir hugsa til baka með hatri um. Við ákváðum að gera eitthvað gott,“ sagði Corbett.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt aðrir reyni að leggja stein í götu þína muntu ná því markmiði sem þú ætlar þér ef þú ert nógu ákveðinn. Fólk kýs þig þegar þú býst síst við því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt aðrir reyni að leggja stein í götu þína muntu ná því markmiði sem þú ætlar þér ef þú ert nógu ákveðinn. Fólk kýs þig þegar þú býst síst við því.